Erlent

Áfram barist í Belfast

MYND/AP
Eldsprengjum hefur rignt og flöskum og múrsteinum hefur verið kastað í Belfast á Norður Írlandi í alla nótt, aðra nóttina í röð. Óeirðir hafa geisað í austurhluta borgarinnar og segja fréttaskýrendur að átökin hafi ekki verið eins mikil í borginni í áraraðir.

Ljósmyndari slasaðist þegar skotið var á hóp fréttamanna sem var að fylgjast með atburðunum en átökin hófust á mánudaginn þegar hópur sambandssinna réðist að heimilum kaþólskra. Ekki er ljóst hver skaut manninn en lögregla hefur staðfest að skotvopn hafi verið notuð í átökunum í nótt. Ástand hans er sagt stöðugt.  Sambandssinnar vilja halda sambandi Norður-Írlands og Bretlands eins og það er en sjálfsstæðissinnar vilja kljúfa sig frá breska heimsveldinu.

Lögreglan hefur staðið á milli fylkinganna grá fyrir járnum og hefur eldsprengjum og flugeldum rignt yfir lögreglumennina. Tveir slösuðust í nótt fyrir utan ljósmyndarann og fóru þeir á spítala vegna brunasára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×