Erlent

Al Kaída liðar sluppu úr fangelsi

Mikill órói hefur verið í Jemen síðustu mánuði.
Mikill órói hefur verið í Jemen síðustu mánuði.
Tugir liðsmanna Al Kaída hryðjuverkasamtakanna flúðu úr fangelsi í suðurhluta Jemens í dag í kjölfar árásar á fangelsið. Yfirvöld í landinu segja að félagar fanganna hafi gert árás og um leið hafi brotist út bardagi á milli fanganna og fangavarða.

Að minnsta kosti 40 komust undan og þar á meðal eru menn sem fengið hafa dóma fyrir hryðjuverkastarfsemi. Mikill órói hefur verið í Jemen undanfarna mánuði eins og víðar í mið-austurlöndum og óttast er að áhrif Al Kaída í landinu fari nú vaxandi, en Jemen hefur löngum verið eitt helsta vígi samtakanna á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×