Erlent

Bróðursonur Dalai Lama ferst í bílslysi

Jigme norbu
Jigme norbu
Bróðursonur Dalai Lama, Jigme Norbu, lést eftir að ekið var á hann í Flórída í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar. Norbu var þekktur fyrir frelsisbaráttu í nafni Tíbet.

Hafði hann lagt að baki um 12.500 kílómetra hjólandi eða fótgangandi til þess að vekja athygli á baráttu Tíbeta. Ekið var á hann í einni baráttugöngunni, en þá ætlaði Norbu að ganga 480 kílómetra.

Lögregluyfirvöld segja engan grun um að ekið hafi verið á Norbu af ásettu ráði.- kag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×