Erlent

Fuglarnir í Arkansas dóu úr hræðslu

Bandarískir vísindamenn telja að þúsundir spörfugla sem féllu dauðir af himni ofan á nýársdagsmorgun í Arkansas hafi hreinlega dáið úr hræðslu.

Fyrstu rannsóknir og krufningar benda til þessa. Nærtækasta skýringin á hræðslu fuglanna eru flugeldar sem skotið var á loft á gamlársdagskvöld.

Karen Rowe talsmaður vísindamannanna segir að þetta dularfulla mál sé ekki fullrannsakað og að fleiri prófanir á fuglunum séu áformaðar.

Sjónarvottar styðja niðurstöður vísindamannanna því þeir segja að eftir flugeldana hafi fuglarnir brjálast og flogið á hvern annan og hvað sem fyrir þeim varð eins og hús og bíla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×