Erlent

Innbrotsþjófur gleymdi símanum - löggan hringdi í vin hans

Þó innbrotsþjófurinn hafi sett símann í hleðslu á innbrotsstað er ekki líklegt að hann hafi farið í tölvuleik í símanum
Þó innbrotsþjófurinn hafi sett símann í hleðslu á innbrotsstað er ekki líklegt að hann hafi farið í tölvuleik í símanum
Lögreglan í Washington DC hafði hendur í hári seinheppins innbrotsþjófs sem gleymdi símanum sínum á einu heimilinu sem hann braust inn á.

Innbrotsþjófurinn, hinn 25 ára Cody Wilkins, var í óða önn að gramsa í eigum íbúanna þegar hann heyrði einhvern koma heim, og flúði út um glugga. Síminn hans varð þó eftir og gátu lögreglumenn því haft uppi á honum með því að hringja í vini hans, tilkynna þeim að eigandi símans hefði lent í slysi og að þeim vantaði nafnið hans.

Ástæða þess að Cody þurfti að hlaða símann er sú að hans eigin heimili varð rafmagnslaust í stormi nýverið og lá honum því á að hlaða hann. Cody ákvað að nota tækifærið en þá fór sem fór.

Hann hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn á tíu stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×