Erlent

Nýr forseti tekinn við í Túnis

Zín al-Abi-dín Ben Alí flúði óeirðir fyrir helgi.
Zín al-Abi-dín Ben Alí flúði óeirðir fyrir helgi.

Nýr forseti sór embættiseið í Túnis í gær eftir að forsetinn Zín al-Abi-dín Ben Alí flúði óeirðir og mótmæli í landinu fyrir helgi. Nýi forsetinn, Fúed Mebaza að nafni, var áður forseti þingsins, en hann hefur beðið forsætisráðherra landsins að mynda þjóðstjórn.

Mikil mótmæli vegna atvinnuleysis, ofríkis og spillingar stjórnvalda hafa einkennt landið undanfarnar fjórar vikur. Síðast í gær leystust mótmælin víða upp í ofbeldi og talið er að hermenn hafi skotið tvo til bana nærri innanríkisráðuneyti landsins. Þá hafa íbúar á sumum svæðum stofnað vígasveitir, vopnaðir steinum og öðrum bareflum til að verja sig fyrir ræningjaflokkum. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að ástandið sé byrjað að lagast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×