Innlent

Birgitta vill að dómari ógildi Twitter-úrskurðinn

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. Mynd/ anton.

Birgitta Jónsdóttir þingkona og tveir tölvusérfræðingar sem sagðir eru tengjast Wikileaks vefsíðunni hafa farið fram á það við dómara í Bandaríkjunum að hann ógildi fyrr úrskurð um að upplýsingar á Twitter samskiptasíðum þeirra verði gerðar aðgengilegar bandarískum stjórnvöldum.

Málið var lagt fram í gær og í áliti lögfræðinga segir að í tilfelli Birgittu vakni sérstök álitamál í ljósi þess að hún sé þingmaður á Íslandi sem noti Twitter samskiptasíðuna aðallega til þess að ræða íslensk mál.

Krafa bandarískra stjórnvalda um að fá aðgang að Twitter síðu hennar gæti því skapað fordæmi fyrir erlendar ríkisstjórnir til þess að krefjast aðgangs að Twitter síðum bandarískra þingmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×