Innlent

Heimslið sálfræðinga á Íslandi í vikunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðstefnan fer fram í Hörpu. Mynd/ Valli.
Ráðstefnan fer fram í Hörpu. Mynd/ Valli.
Nokkrir af frægustu sálfræðingum í heimi verða staddir á Íslandi í vikunni. Ástæðan er sú að hér fer fram Evrópuráðstefna um hugræna atferlismeðferð í tónlistar og ráðstefnuhúsinu Hörpu og hefst ráðstefnan á morgun. Á meðal þekktustu fræðimannana sem halda erindi á ráðstefnunni eru David Clarke, prófessor í Kings College í Lundúnum, sem hefur sett fram eina yfirgripsmestu kenninguna um kvíða.

Hugræn atferlismeðferð hefur verið ein aðalstefnan í sálfræði í heiminum í rúma fjóra áratugi. Eiríkur Örn Arnarsson, forseti Evrópuráðstefnunnar um hugræna atferlismeðferð, útskýrir það þannig í grein í Fréttablaðinu í dag að stjórnvöld og heilbrigðistryggingakerfið geri kröfu um að meðferð sé markviss, skilvirk, byggð á lausnum og vísindalega sannreynd. Þegar fólk hefji meðferð, taki frá tíma, leggi fram peninga og tilfinningalega orku vilji það vera visst um að líkur á árangri séu góðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×