Innlent

Þjófnaður í Hörpunni

Þrír drengir milli 16 og 20 ára komust inn í aðstöðu starfsmanna í Hörpunni um hálf fimm leytið í dag. Þar grömsuðu þeir í veskjum og stálu hlutum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Svona mál koma stöðugt upp hér og þar í bænum. Óprúttnir aðilar komast inn í aðstöðu starfsmanna í stórum fyrirtækjum og láta þar greipar sópa. Lögreglan segir mikilvægt að fólk sem er með verðmæti í svona aðstöðum annað hvort læsi þau niður, eða bara skilji þau ekki eftir. Annars á það á hættu að verða tækifærisþjófnaði að bráð.

Lögreglan handsamaði piltana sem voru að verki í Hörpunni í dag tveimur og hálfum tíma eftir þjófnaðinn.

Þó piltarnir séu ungir að árum hafa þeir allir komið við sögu hjá lögreglunni, en þeir eru allir íslenskir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×