Innlent

Engar vísbendingar borist - líka reynt að tæla barn í Keflavík

Setbergsskóli í Hafnarfirði. Mynd/ E. Ól.
Setbergsskóli í Hafnarfirði. Mynd/ E. Ól.
Lögreglu hafa engar vísbendingar borist varðandi mann sem sagður er hafa reynt að tæla skólabörn í Hafnarfirði síðustu daga. Svipað mál kom upp í Reykjanesbæ í gær.

Lögreglan í Hafnarfirði hefur verið á varðbergi en svo virððist sem ókunnur maður hafi að minnsta kosti þrisvar sinnum reynt að tæla börn upp í bíl til sín. Skólastjóri sagði um grafavlarlegt mál að ræða í fréttum okkar í gær og eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum sínum að setjast ekki upp í bíl hjá ókunnugum.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði hafa engar vísbendingar borist frá því lýsingin á manninum var gefin út í gær og þá hafa fleiri tilkynningar um slíkt athæfi í bænum ekki borist. Maðurinn er sagður vera feitlaginn og aka um á stórum, gömlum, bláum bandarískum bíl með skyggðum rúðum. Hann er sagður hafa kallað á stúlku fyrir utan Setbergsskóla í Hafnarfirði á miðvikudag.

Víkurfréttir í Reykjanesbæ greindu síðan frá því seint í gær að þar hefði sést til manns á hvítum Cherokee jeppa sem hefði reynt að tæla barn upp í bíl sinn á Vatnsendavegi um miðjan dag í gær án árangurs. Haft er eftir lögreglu að verið sé að kanna málið og eru þeir sem varpað gætu ljósi á málið beðnir um að hafa samband við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×