Innlent

Orkuveitan verður ekki einkavædd

Aðstoðarmaður borgarstjóra segir af og frá að til standi að einkavæða Orkuveituna.

MYND:Aleksandar Radulovic
http://www.a13x.info/
http://flickr.com/people/a13xnet/
Aðstoðarmaður borgarstjóra segir af og frá að til standi að einkavæða Orkuveituna. MYND:Aleksandar Radulovic http://www.a13x.info/ http://flickr.com/people/a13xnet/
Orkuveita Reykjavíkur verður ekki einkavædd á vakt sitjandi borgarstjórnarmeirihluta.

Þetta segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra.

Ummæli Haraldar Flosa Tryggvasonar í Morgunblaðinu í gær hafa vakið upp vangaveltur um hvort til standi að einkavæða Orkuveituna.

Björn segir það af og frá. Hann telur þó alla umræðu um eignarhald á Orkuveitunni hins vegar holla, og vekur athygli á því að þar sem Orkuveitan er í opinberri eigu fylgi opinber trygging á greiðslum vegna lána sem fyrirtækið fær. Sú trygging hafi mögulega haft áhrif á hversu stórtækar fjárfestingar var farið út í á vegum fyrirtækisins á liðnum árum. Haraldur Flosi benti ennfremur á þetta í málflutningi sínum og finnst Birni að þessi atriði hefðu gjarnan mátt fá þar meiri athygli.

„En það er alveg skýrt að það stendur ekki til að einkavæða Orkuveituna," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×