Erlent

Gjöfunum rigndi yfir Obama og frú

Allar þær gjafri sem forsetinn fær eru skráðar og geymdar.
Allar þær gjafri sem forsetinn fær eru skráðar og geymdar.

Listi yfir þær gjafir sem bandarísku forsetahjónin þáðu árið 2009 frá öðrum þjóðarleiðtogum hefur verið gerður opinber. Strangar reglur gilda um allt það sem bandaríski forsetinn fær að gjöf og eru þær allar geymdar á Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna.

Árið 2009 fengu Barack Obama og eiginkona hans Michelle, gjafir að andvirði hundruða þúsunda bandaríkjadala. Á meðal þeirra örlátustu var Abdullah konungur Jórdaníu en gjafir hans eru metnar á 190 þúsund dollara, eða 22 milljónir króna. Abdullah virðist ánægður með Michelle því dýrasta gjöfin var til hennar, forláta skartgripir skreyttir rúbínum og demöntum. Andvirðið er 130 þúsund dollarar.

Gordon Brown fyrrverandi forsætisráðherra Breta gaf Obama forláta penna og ævisögu Winston Churchill og er andvirðið 16 þúsund dalir. Elísabet Englandsdrottning lét hins vegar innrammaða mynd af sjálfri sér nægja og er hún metin á 700 dollara.

Berlusconi leiðtogi Ítalíu var grand á því eins og venjulega og gaf hjónunum kristalsborð, gullúr og glerlistaverk að verðmæti 27 þúsund dala.

Ekkert er minnst á gjafir frá forseta Íslands á listanum en hann má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×