Innlent

Funduðu með foreldrum um niðurskurð

Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.

Formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, fundaði með fulltrúum svæðisráða foreldra á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn mánudag, 7. febrúar 2011 samkvæmt tilkynningu frá samtökunum.

Rætt var um stöðu skólabarna og samráð sveitarstjórna við skólaráð grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Heimilis og skóla í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað meðal foreldra skólabarna um niðurskurð í skólamálum.

Fram kom að foreldrar hafa áhyggjur af því að þær breytingar sem fyrirhugaðar eru geti haft alvarlegar afleiðingar á velferð skólabarna til lengri tíma litið. Einnig var rætt um mikilvægi þess að foreldrar séu hafðir með í ákvarðanaferlinu áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar í málum sem varða stöðu skólabarna.

Stjórn Heimilis og skóla hefur þegar sent frá sér ályktun þar sem þess er krafist af ríkisstjórn og sveitarfélögum landsins að þau tryggi gæði skólastarfs á öllum skólastigum og ekki sé gengið á lögbundinn rétt skólabarna í niðurskurði í útgjöldum hins opinbera. Einnig er kallað eftir raunverulegu samráði við foreldra áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar á skólastarfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×