Erlent

Eftirlýstur Ástrali vann á spítala í 15 ár

Luke Hunter vann á spítalanum við góðan orðstír.
Luke Hunter vann á spítalanum við góðan orðstír.

Ástralar klóra sér nú í hausnum yfir því hvernig dæmdur og eftirlýstur morðingi fór að því að stunda vinnu á spítala í Queensland í fimmtán ár áður en upp um hann komst. Luke Andrew Hunter var á sínum tíma dæmdur í 21 árs fangelsi eftir að hann myrti eiginmann ástkonu sinnar.

Eftir fimm ár í grjótinu tókst honum að flýja með því að klippa gat á girðingu og hverfa út í myrkrið. Gríðarlega víðtæk leit var gerð að Hunter og varð hann eftirlýstasti maður Queensland ríkis og í fjórða sæti á samsvarandi lista fyrir alla Ástralíu. Aðeins átján mánuðum eftir að hann flúði úr fangelsinu fékk hann hinsvegar starf á spítala í sama ríki. Hann gaf upp annað nafn og var ráðinn á staðnum.

Ástralskir spítalar fóru ekki að kanna bakgrunn starfsmanna fyrr en nokkrum árum eftir að Hunter var ráðinn. Þegar það var gert var ákveðið að undanskilja eldri starfsmenn svo Hunter slapp.

Hunter hafði gengið í kirkjusöfnuð sem hafði útvegað honum starfið en þegar hann hætti í söfnuðinum á dögunum létu trúbræður hans fyrrverandi yfirvöld vita hver þarna væri á ferðinni og er hann nú komin á bakvið lás og slá á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×