Innlent

Fá fleiri samninga en ætlast var til

Sveinn Arason
Sveinn Arason
Allir gildandi þjónustusamningar sem ráðuneytin tólf hafa gert verða til skoðunar hjá Ríkisendurskoðun á næstunni. Ráðuneytin hafa þó enn ekki skilað öllum samningunum í hús, en þeir eru um 150 talsins. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir ástæðuna fyrir töfinni líklega liggja í því að ráðuneytin séu einnig að safna saman samningum við aðila sem Ríkisendurskoðun hafi ekki ætlað sér að skoða í upphafi.

„Við ætlum fyrst og fremst að beina sjónum okkar að þeim samningum sem ríkið hefur gert við aðila um að veita tiltekna þjónustu sem þeir hefðu að öllu óbreyttu þurft að annast sjálfir,“ segir Sveinn. „Auðvitað eru til stærri stofnanir sem hafa gert sérstaka samninga um afmörkuð verkefni og ríkið kaupir þau af þeim aðilum. Það var ekki ætlun okkar í upphafi að skoða slík atriði.“

Ríkisendurskoðun óskaði eftir samningunum í kjölfar úttektar á fjármálum Menntaskólans Hraðbrautar og fréttaflutnings af meðferðarheimilinu Árbót. Sveinn segir að lítið sé byrjað að vinna úr gögnum varðandi Árbót, sökum stórra verkefna sem þurfti að klára í lok síðasta árs. Mikið af gögnum varðandi meðferðarheimilið og aðrar sambærilegar stofnanir liggi fyrir þar sem ákveðið var að skoða mál Árbótar aftur til ársins 1996.

- sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×