Innlent

Enn einn stormurinn - búist við hvassviðri síðdegis

Það hefur verið talsvert um óveður undanfarna daga.
Það hefur verið talsvert um óveður undanfarna daga.

Búist er við hvassviðri eða stormi á Suðurlandi, Faxaflóa og á Miðhálendinu síðdegis. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Búist er við hægt vaxandi suðaustanátt, 15-20 m/s síðdegis suðvestantil, en annars 13-18 m/s. Rigning sunnan og austanlands en annars skýjað. Lægir að mestu í kvöld og nótt.

S og SA 5-13 á morgun með skúrum eða slydduéljum sunnantil. En hvassara og slydda eða snjókoma á Norðausturlandi. Hiti 0 til 7 stig en heldur svalara á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×