Fótbolti

Maradona: Hættið að segja að Messi sé Katalóníumaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Diego Maradona, fyrrum þjálfari argentínska landsliðið, gefur sem fyrr lítið fyrir þau skrif argentínskra blaðamanna að Lionel Messi gefi ekki allt sitt í leiki með argentínska landsliðinu.

Lionel Messi hefur skorað 154 mörk í 172 leikjum með Barcelona undanfarin þrjú ár en hefur aðeins skorað 10 mörk í 41 leik með argentínska landsliðinu á sama tímabili.

„Látið hann í friði og hættið með þessar sögur að hann sé orðinn Katalóníumaður. Hann er Argentínumaður og jafnvel líka þegar hann fer á klósettið," segir Diego Maradona.

„Ef hann nær ekki að standa sig nógu vel með argentínska landsliðinu þá þurfum við bara að bíða aðeins og sýna honum smá þolinmæði. Hann verður annars þreyttur á öllum Þessum vitleysingum sem gagnrýna hann en hafa aldrei sparkað í fótbolta," sagði Maradona.

„Þetta er eðlilegt og Messi er mannlegur. Ég er ekki í neinum vafa um það að hann á eftir að gefa argentínsku þjóðinni margar gleðistundir á næstunni," sagði Maradona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×