Innlent

Aðeins þriðjungur í vasa launafólks

Einstaklingur á meðallaunum fær aðeins um þrjátíu og sjö prósent af tekjum sínum í eigin vasa þegar hið opinbera, lífeyrissjóðir og aðrir eru búnir að taka sitt. Þótt viðkomandi fengi hundrað tuttugu og fimm þúsund króna launahækkun myndi aðeins þrjátíu þúsund af því skila sér til hans.

Þetta er niðurstaða úr útreikningum sem Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur hjá Talnakönnun, gerði fyrir Ísland í Bítið og greint var frá í morgun.

Í útreikningunum er tekið dæmi af einstaklingi með rúmar 325 þúsund krónur á mánuði. Fyrst koma lífeyrisiðgjöld og félagsgjöld. Þá koma tekjuskattur, eignarskattur, útvarpsgjald og greiðsla til framkvæmdarsjóðs aldraðra. Svo koma virðisaukaskattur, vörugjöld svo sem af bensíni, áfengi og tóbaki miðað við meðalneyslu og að lokum er útsvar til sveitafélaga og fasteignaskattar. Samtals eru þetta tæplega 178 þúsund krónur sem koma til frádráttar launa.

Eftir stendur hlutur launamannsins, eða um 147 þúsund krónur. Ríkið fær samtals rúmar 125 þúsund, sveitarfélög um 57 þúsund og 52 þúsund krónur fara í lífeyrissjóð.

Sjá má útreikningana, gröf og upplýsingar í myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×