Innlent

Selflutningum hætt - ferðamenn komnir á land

Mynd/Sigurður Hjartarson
Öllum selflutningum hefur verið hætt yfir Múlakvísl um óákveðinn tíma, en ástæða þess er sú að rúta sökk fyrir stundu þegar verið var að flytja ferðamenn yfir ána.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að óvíst sé hvort selflutningar hefjist aftur, sú ákvörðun sé í höndum vegagerðar, lögreglu og almannavarna.

Enginn slasaðist þegar atvikið átti sér stað, en farþegar þurftu að standa á þaki rútunnar þar til þeim var komið til bjargar. Farþegarnir eru nú allir komnir á fast land en eftir því sem Pétur vissi best var enn verið að vinna að því að ná rútunni upp úr ánni, en lítið stóð upp fyrir yfirborðið að þakinu undanskildu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×