Innlent

Flutningar yfir Múlakvísl hefjast í fyrramálið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flutningar á fólki og bílum yfir Múlakvísl hefjast eftir klukkan níu í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ákvörðun um þetta var tekin nú um klukkan sex. Slíkir flutningar hófust eftir að brúin eyðilagðist í hlaupinu á laugardaginn. Þeim var síðan hætt tímabundið þegar rúta með sautján manns komst í hann krappan um tvöleytið í dag.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að fyllsta öryggis verði gætt. Fjarskipti aðila á vettvangi verði samstillt, fylgst verði stöðugt með vatnshæð og stjórn á vettvangi verði styrkt enn frekar. Reglulega verður farið yfir vaðið á jarðýtu til að tryggja öryggi eins og unnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×