Innlent

SAF lýsa yfir ánægju með selflutninga

Frá fyrstu ferðunum yfir Múlakvísl í gær.
Frá fyrstu ferðunum yfir Múlakvísl í gær.
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) lýsa ánægju sinni með þá selflutninga sem hafnir eru yfir Múlakvísl þar sem bílaleigur innan SAF og Vegagerðin starfa hlið við hlið við að ferja bifreiðar og fólk yfir ána. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Þar er því ennfremur fagnað að Vegagerðin telji mögulegt að stytta byggingatíma bráðabirgðabrúar að miklum mun en það hefur verið mikill þrýstingur af hálfu SAF og fyrirtækja og sveitarstjórna fyrir austan að hraða framkvæmdum með öllum tiltækum ráðum.

Fjárhagslegt tap fyrirtækjanna er orðið gríðarlegt samkvæmt tilkynningu SAF og því er mikilvægt að selflutningarnir gangi greiðlega og allt kapp verði lagt á að leiðin um Fjallabak nyrðra sé sem greiðfærust á meðan beðið er eftir brúnni að mati samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×