Innlent

„Gerum okkar besta“

Einar tók á móti verðlaunum Norræna vegasambandsins, NVF, fyrir hönd Vegagerðarinnar fyrir hönnun Þjórsárbrúar árið 2008. NVF/Henrik Kettunen
Einar tók á móti verðlaunum Norræna vegasambandsins, NVF, fyrir hönd Vegagerðarinnar fyrir hönnun Þjórsárbrúar árið 2008. NVF/Henrik Kettunen
„Menn eru kvíðnir og slegnir yfir því að tapa tveimur verðmætustu vikum ársins í ferðaþjónustu,“ segir Einar Hafliðason, forstöðumaður brúardeildar Vegagerðarinnar. Hann var staddur í Víkurskála í gær á leið suður eftir vinnu við Múlakvísl.

Einar sat fund með fulltrúum Almannavarna og Ferðamálastofu ásamt ferðaþjónustuaðilum í Vík síðdegis í gær um stöðu mála. Þar kom fram gagnrýni á alla þá sem vinna að því að koma samgöngum í samt lag eftir að hlaupið í Múlakvísl rauf þjóðveginn um liðna helgi.

Á fundinum skýrði Einar verklag Vegagerðarinnar en vinna hófst við gerð bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl í gær. Einar reiknar með að fyrsti brúarstöpullinn verði tilbúinn í dag, tengingu komið á yfir kvíslina um næstu helgi og mögulegt að aka yfir hana eftir um viku.

„Við erum komin á fullt og gerum okkar besta,“ segir Einar.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×