Innlent

Stórir fjórhjóladrifsbílar fari Fjallabaksleið nyrðri

Mynd/Frikki
Nú er byrjað er að ferja fólk og bíla yfir Múlakvísl. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er hægt að taka alla venjulega bíla yfir ána, en fært er stærri fjórhjóladrifsbílum um F 208 Fjallabaksleið nyrðri.



Rétt er að árétta að F208 er ófullkominn hálendisvegur, mjór og hlykkjóttur malarvegur sem ekki er gerður fyrir þá miklu umferð sem nú fer þar um. Hraðakstur getur skapað þarna mikla slysahættu og er fólk eindreigið hvatt til að sýna ábyrgð og varkárni.



Ekki er mælt með syðri leiðinni, F210 nema fyrir nokkuð stóra jeppa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×