Innlent

Bensínverð aldrei hærra í krónum talið

Olíufélagið N1 hækkaði verð á bensínlítranum um fimm krónur í gærkvöldi og dísilolíuna um fjórar og fimmtíu.

Bensínlítrinn þar er kominn í tæpar 218 krónur og hefur aldrei áður verið svo dýr í krónum talið.

Dísillítrinn er á sama verði. Félagið skýrir hækkunina með því að skattahækkanir hins opinbera frá áramótum séu nú að koma inn í verðið með nýjum förmum, heimsmarkaðsverð fari hækkandi og gengi krónunnar gagnvart dollar fari lækkandi, en olíviðskiptin eru í dollurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×