Erlent

Senda vina-vélmenni út í geiminn

Geimstöð. Japanir ætla að senda vina-vélmenni út í geim.
Geimstöð. Japanir ætla að senda vina-vélmenni út í geim.

Japanskir vísindamenn vinna nú að því að senda vélmenni í Alþjóðlegu geimstöðina til þess að veita einmanna geimförum smá félagsskap í myrkrinu.

Og það sem meira er þá getur vélmennið nýtt samskiptavefinn Twitter. Tilgangur vina-vélmennisins yrði helst sá að fylgjast með heilsu geimfaranna þegar þeir sofa, en einnig að veita þeim félagsskap, því verður vélmennið með mennska ásjónu.

Geimferðarstofnunin í Japan stefnir á að senda fyrsta vélmennið út í geim árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×