Erlent

Byltingin heldur áfram: Minnsta kosti 300 handteknir í Alsír

Mótmæli í Alsír.
Mótmæli í Alsír.

Að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafa verið handteknir í mótmælum í Algeirsborg höfuðborg Alsírs í dag.

Þúsundir manna héldu út á götur borgarinnar þrátt fyrir bann stjórnvalda við mótmælum.

Mótmælendur krefjast þess að Abdelaziz Bouteflika forseti landsins fari frá völdum.

Neyðarlög hafa verið í gildi í Alsír frá árinu 1992 sem heimila lögreglu að handtaka fólk fyrir litlar sakir og halda því í fangelsi án dóms í langan tíma. Lögregla hefur mætt mótmælendum af fullri hörku og lamið á þeim með kylfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×