Innlent

Símnotkun minnkar þegar landsliðið spilar

Þetta graf frá Vodafone sýnir símnotkun á meðan á leikjum landsliðsins stendur.
Þetta graf frá Vodafone sýnir símnotkun á meðan á leikjum landsliðsins stendur.
Greina má umtalsverðan mun á símnotkun Íslendinga á meðan á leikjum íslenska landsliðsins stendur yfir. Tölur frá vodafone sýna að símnotkunin snarminnkar á meðan íslenska landsliðið er við leik.

Í tölunum kemur fram að þegar Ísland lék við Spán var símnotkun um 10% meiri síðasta hálftíma fyrir leik en vikuna á undan. Væntanlega er fólk þá að hópa sig saman, taka frá sæti á börum bæjarins og koma sér í réttu stemninguna.

Klukkan þrjú snarminnkaði svo símnotkunin og var um 35% minni en vanalega. Hún jókst svo aftur í hálfleik en datt aftur niður þegar seinni hálfleikur byrjaði.

Þá kemur einnig fram áhorf á seinni hálfleik leiksins virðist hafa verið talsvert því mesta minnkun á símnotkun varð þá eða 52% þrátt fyrir íslenska liðið hefði lent tíu mörkum undir og átt litla möguleika á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×