Innlent

Slysavarnafélagið komið með öflugan netbúnað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur fengið lánaðan búnað frá Mílú í stjórnstöðvarbíl sinn.  Búnaðurinn sem um ræðir er örbylgjulinkur sem gerir björgunarsveitamönnum kleift að komast í samband við internetið, á stöðum þar sem slíkt er venjulega ekki mögulegt. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu tengist búnaðurinn neti í nágrenninu, annað hvort með 3G beini eða við netkerfi húss, og framlengir því þráðlaust í stjórnstöðvarbílinn sem getur verið staðsettur í margra kílómetra fjarlægð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×