Innlent

Bólusetning gegn leghálskrabbameini hefst í mánuðinum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bólusetningin hefst í mánuðinum.
Bólusetningin hefst í mánuðinum.
Almenn bólusetning gegn HPV veirunni, sem veldur leghálskrabbameini, hefst hér á landi seinni hluta septembermánaðar. Þetta er í fyrsta sinn sem almenn bólusetning er veitt gegn veirunni. Í vetur verður stúlkum sem fæddar eru 1998 og 1999 boðin bólusetning og framvegis verða 12 ára stúlkur bólusettar árlega.

Bólusett verður með bóluefninu Cervarix  og felur full bólusetning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á 6-12 mánaða tímabili. Áætlað er að bólusetja stúlkurnar í skólum landsins en framkvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. Bréf með upplýsingum um bólusetninguna verður sent til foreldra og forráðamanna 12 og 13 ára stúlkna á næstu dögum en einnig er fólki bent á fræðsluefni á vefsetri Landlæknisembættisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×