Innlent

Með fölsuð skilríki í Leifsstöð

Tollverðir að störfum á flugvellinum
Tollverðir að störfum á flugvellinum Mynd úr safni
Karlmaður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri voru stöðvuð við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli fyrir um tíu dögum síðan. Þau eru grunuð um að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við lögreglu en samkvæmt þeim eru þau frá Írak.

Eftir því sem Vísir kemst næst er ekki vitað hvaðan fólkið er en þau voru úrskurðuð í gæsluvarðhald stuttu eftir komuna til landsins.

Aðalmeðferð yfir fólkinu fer fram í Héraðsdómi Suðurnesja í dag. Ákæruvaldið rekur málið sem brot á hegningarlögum en það er svo Útlendingastofnun sem tekur ákvörðun um það hvort að fólkinu verður vísað úr landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×