Innlent

Aldrei fleiri kennarar með réttindi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Menntaskólinn í Reykjavík. Mynd/ ÞÖK.
Menntaskólinn í Reykjavík. Mynd/ ÞÖK.
Alls voru 1.852 starfsmenn við kennslu í framhaldsskólum á Íslandi í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Tæplega 85% þeirra höfðu kennsluréttindi og hefur það hlutfall hækkað um 13,6 prósentustig á einum áratug, úr 71,3% skólaárið 2000-2001. Hlutfall réttindakennara hefur ekki verið svona hátt frá því að gagnasöfnun Hagstofunnar hófst fyrir rúmlega áratug.

Talsverður munur er á kynjum því hærra hlutfall kvenkennara hefur kennsluréttindi. Öll árin sem gagnasöfnun Hagstofu um starfsmenn skóla hefur staðið hafa hlutfallslega fleiri konur haft kennsluréttindi en karlar. Á síðasta skólaári höfðu 87,8% kvenkennara réttindi á móti 81,7% karlkennara, sem er sex prósentustiga munur. Mestur var munur á milli kynjanna skólaárið 2009-2010 eða 9,8 prósentustig en minnstur skólaárið 2006-2007 þegar hann var 1,4 prósentustig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×