Innlent

Reiðubúinn að stíga til hliðar

Böðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands. Mynd/ Anton.
Böðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands. Mynd/ Anton.
Starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands sendu í gærkvöldi stjórn skólans og menntamálaráðuneytinu sáttatillögu þar sem meðal annars er lagt til að skólinn lækki beiðni sína um árlega fjárveitingu frá ríkinu, skólagjöld verði hækkuð og nemendum og deildum fækkað. Þá er þar einnig lagt til að nýr stjórnarformaður verði skipaður í stjórn skólans.

„Ég fagna bara öllu framtaki sem getur orðið til þess að menn setjist niður og reyni að leysa þetta mál," segir Böðvar Bjarki Pétursson, núverandi stjórnarformaður.

En hvað þykir þér koma til þessarar tillögu um að skipa nýjan stjórnarformann?

Ég hef ekkert út á það að setja, ef það getur orðið til þess að leysa þessi mál þá er það ekki vandamál að víkja úr stjórnarformannssætinu."

En hefur það komið til tals í samningaviðræðunum?


„Nei, það hefur ekki verið í umræðunni, en þeir eru bara að koma með frumlegar tillögur og hafa kannski metið þetta svo að þetta væri orðið eitthvað persónulegt og þá getur verið gott að skipta út mönnum."

Böðvar Bjarki segir stjórnina ekki hafa lagt mat á tillögurnar í heild en fagnar nýju innleggi inn í viðræðurnar. „Við höfum krafist þess af ráðuneytinu, nú síðast með bréfi í gær, að viðræður verði hafnar nú þegar og reynt að leysa þetta mál." Hann segir allar tilraunir til að hjálpa til við það séu af hinu góða.


Tengdar fréttir

Sáttatillaga starfsmanna Kvikmyndaskólans

Starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands sendu í kvöld frá sér sáttatillögu. Meðal annars er lagt til að skólinn lækki beiðni sína um árlega fjárveitingu frá ríkinu, að skólagjöld verði hækkuð og nemendum og deildum fækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×