Innlent

Mæður sakborninga með ilmolíur í dómsal

SB skrifar
Hér sést hópurinn bera á sig olíu áður en réttarhöldin hófust að nýju.
Hér sést hópurinn bera á sig olíu áður en réttarhöldin hófust að nýju.

Mikil notkun á ilmolíum hjá áhorfendum á réttarhöldunum yfir níumenningunum hefur vakið athygli. Stundum liggur við að sígi á mann höfgi þegar salurinn fyllist ilmi jurta og lárviðarlaufa. Að sögn mæðra sakborningana vilja þær bæta andrúmsloftið í dómsal.

Sama hvort það sé réttarhlé eða snemm morguns þá er sami hópurinn iðulega mættur að luktum dyrum réttarins. Hópurinn samanstendur af mæðrum og aðstandendum sakborningana og hafa þær setið öll réttarhöldin án þess að missa úr eitt augnablik.

Sérstaka athygli hefur þó vakið mikil notkun þeirra á ilmolíum. Áður en réttarhöldin hefjast bera þær á sig olíurnar og bjóða öðrum gestum slökunar og ilmolíur. Þær segjast vilja bæta andrúmsloftið í dómsalnum - þetta sé þeirra leið til að hafa jákvæð áhrif á réttarhöldin.

Hópurinn stillti sér upp á mynd fyrir blaðamann Vísis áður en munnlegur málflutningur hélt áfram í málinu nú eftir hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×