Telur of erfitt að segja upp ríkisstarfsmönnum 20. janúar 2011 09:00 Hægt er að flokka starfsmenn ríkisins í annars vegar embættismenn á borð við dómara, lögreglumenn og presta og hins vegar almenna starfsmenn, til dæmis kennara og starfsmenn heilbrigðisstofnana.Fréttablaðið/gva Full ástæða er til að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfsmönnum, að mati Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að það ferli sem þarf að eiga sér stað áður en til uppsagnar ríkisstarfsmanns kemur sé þunglamalegt og tímafrekt. Kerfið leiði til þess að starfsmenn sem hafi brotið af sér í starfi eða séu ekki hæfir til að gegna starfi sínu fái ríkari vernd en til sé ætlast. Áður en ríkisstarfsmanni er sagt upp þarf að áminna hann fyrir brot í starfi og gefa honum kost á að bæta ráð sitt. Brjóti hann af sér með svipuðum hætti innan eðlilegra tímamarka, gjarnan 12 til 24 mánaða, er hægt að segja honum upp. Á árunum 2004 til 2009 fengu aðeins sautján ríkisstarfsmenn áminningu, þar af þrír forstöðumenn. Á þeim tíma voru um 24 þúsund ríkisstarfsmenn við störf, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að endurskoða ákvæði um skyldu forstöðumanna til að áminna starfsmenn og gefa þeim kost á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Þau rök sem færð hafa verið fyrir því að önnur lögmál gildi um uppsagnir ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði eru þau að verja þurfi ríkisstarfsmennina fyrir pólitískum afskiptum. Þessi rök telur Ríkisendurskoðun ekki eiga við lengur þar sem önnur lög verndi ríkisstarfsmennina, svo sem stjórnsýslulög. Þess sé krafist að ákvarðanir séu rökstuddar og málefnalegar, og með því hafi umboðsmaður Alþingis eftirlit. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að rök um pólitísk afskipti eigi vart við um stóra hópa, svo sem heilbrigðisstarfsmenn og kennara. Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp árið 2004 þar sem breyta átti lögum til að auðvelda uppsögn ríkisstarfsmanna. Frumvarpið mætti andstöðu stéttarfélaga ríkisstarfsmanna og dagaði uppi óafgreitt á þinginu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki séu nein ákvæði um gerð starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn í lögum. Þrátt fyrir að svo sé hafa um sautján prósent forstöðumanna gert slíkan samning, til dæmis um að starfsmaður þurfi ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Ríkisendurskoðun hvetur til þess að heimilað verði að gera slíka samninga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það sé engum til hagsbóta að til dæmis starfsmaður sem ekki standi sig í starfi sé látinn vinna uppsagnarfrestinn.brjann@frettabladid.is Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Full ástæða er til að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til að auðvelda forstöðumönnum ríkisstofnana að segja upp starfsmönnum, að mati Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að það ferli sem þarf að eiga sér stað áður en til uppsagnar ríkisstarfsmanns kemur sé þunglamalegt og tímafrekt. Kerfið leiði til þess að starfsmenn sem hafi brotið af sér í starfi eða séu ekki hæfir til að gegna starfi sínu fái ríkari vernd en til sé ætlast. Áður en ríkisstarfsmanni er sagt upp þarf að áminna hann fyrir brot í starfi og gefa honum kost á að bæta ráð sitt. Brjóti hann af sér með svipuðum hætti innan eðlilegra tímamarka, gjarnan 12 til 24 mánaða, er hægt að segja honum upp. Á árunum 2004 til 2009 fengu aðeins sautján ríkisstarfsmenn áminningu, þar af þrír forstöðumenn. Á þeim tíma voru um 24 þúsund ríkisstarfsmenn við störf, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að endurskoða ákvæði um skyldu forstöðumanna til að áminna starfsmenn og gefa þeim kost á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Þau rök sem færð hafa verið fyrir því að önnur lögmál gildi um uppsagnir ríkisstarfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði eru þau að verja þurfi ríkisstarfsmennina fyrir pólitískum afskiptum. Þessi rök telur Ríkisendurskoðun ekki eiga við lengur þar sem önnur lög verndi ríkisstarfsmennina, svo sem stjórnsýslulög. Þess sé krafist að ákvarðanir séu rökstuddar og málefnalegar, og með því hafi umboðsmaður Alþingis eftirlit. Þá bendir Ríkisendurskoðun á að rök um pólitísk afskipti eigi vart við um stóra hópa, svo sem heilbrigðisstarfsmenn og kennara. Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, lagði fram frumvarp árið 2004 þar sem breyta átti lögum til að auðvelda uppsögn ríkisstarfsmanna. Frumvarpið mætti andstöðu stéttarfélaga ríkisstarfsmanna og dagaði uppi óafgreitt á þinginu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki séu nein ákvæði um gerð starfslokasamninga við ríkisstarfsmenn í lögum. Þrátt fyrir að svo sé hafa um sautján prósent forstöðumanna gert slíkan samning, til dæmis um að starfsmaður þurfi ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Ríkisendurskoðun hvetur til þess að heimilað verði að gera slíka samninga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það sé engum til hagsbóta að til dæmis starfsmaður sem ekki standi sig í starfi sé látinn vinna uppsagnarfrestinn.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira