Innlent

Bjarni vissi ekkert um tölvuna í Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson segist ekkert hafa vitað um tölvuna
Bjarni Benediktsson segist ekkert hafa vitað um tölvuna
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það rangt að hann hafi vitað af tölvu í húsakynnum Alþingis. Tölvan fannst í febrúar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að grunur leiki á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, fullyrðir að formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafi vitað um málið. „En svo vissu formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins um þetta," segir Birgitta. Þetta hafi komið fram á fundi forsætisnefndar í morgun. Bjarni segir þetta alrangt hjá Birgittu. Hann hafi aldrei vitað af þessu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er stödd erlendis og hefur ekki getað tjáð sig um málið.




Tengdar fréttir

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vissu af tölvunni

„Mér finnst skrýtið að mér hafi ekki verið sagt frá þessu, enda fannst tölvan í herberginu við hliðina á mér,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um dularfulla tölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði á vegum Alþingis við Austurvöll. Birgitta segir engn hafa sagt þingmönnum Hreyfingarinnar frá tölvunni né hafi formaður eða þingmenn Vinstri grænna verið látnir vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×