Innlent

Leita ein­stak­lings í Tálkna­firði

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögregla segir ekki unnt að veita nánari upplýsingar sem stendur. 
Lögregla segir ekki unnt að veita nánari upplýsingar sem stendur.  Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir frá Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal hafa verið kallaðar út til leitar í Tálknafirði vegna einstaklings sem ekki hefur náðst í um tíma. 

Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum segir að bifreið í eigu þess sem leitað er að hafi fundist við Tálknafjörð síðdegis og miðast leitin því við það svæði.

Nánustu aðstandendur séu upplýstir um málið en ekki sé unnt að gefa frekari upplýsingar á þessu stigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×