Lögreglurannsókn á njósnatölvu: Enginn komst í gögn þingmanna 20. janúar 2011 14:52 Tölvan var ekki í Alþingishúsinu sjálfu heldur í skrifstofuhúsnæði hinum megin við Austurvöll, beintengd tölvukerfi Alþingis „Ekkert virðist benda til þess að nokkur hafi komist í gögn þingmanna," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, á þingfundi þar sem hún gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn á því að dularfull tölva fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem skrifstofur Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks eru til húsa. Tölvan var hálf falin og tengd tölvukerfi Alþingis, en sú tölva sem fyrir var á skrifstofunni hafði verið tekin úr samandi við tölvukerfið. Umrætt herbergi var til afnota fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og varaþingmenn Hreyfingarinnar. „Hún virtist í þeim ham sem notaður er til að fylgjast með tölvuneti þingsins," sagði Ásta. Aðstæður voru ljósmyndaðar og slökkt á tölvunni. Lögregla hóf rannsókn á málinu en eftir að engar vísbendingar höfðu komið fram að viku liðinni var rannsókn lokað, án niðurstöðu. Mat lögreglu var þó að þarna hefði verið fagmaður að verki sem hefði afmáð allt sem hefði gert lögreglu kleift að hafa uppi á þeim sem að þessu stóð. Ásta sagði að þar sem um lögreglurannsókn var að ræða hefði ekki þótt við hæfi að ræða um málið við aðra þingmenn, aðra en forsætisráðherra sem hún segist hafa upplýst eftir aðstæðum. Einnig komu fram eindregin tilmæli frá tölvudeild Alþingis um að málið yrði ekki gert opinbert af öryggisástæðun. Nú hafa þó verið gerðar ráðstafanir sem eiga að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur. Eftir að rannsókn lauk án þess að upp hafi komist hver var að verki segir Ásta að ákveðið hafi verið að láta málið liggja til að ekki kæmu upp vangaveltur og tortryggni sem ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Í framhaldi af þessu máli hafi verið gerður skurkur í öryggismálum Alþingis. Tengdar fréttir Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vissu af tölvunni „Mér finnst skrýtið að mér hafi ekki verið sagt frá þessu, enda fannst tölvan í herberginu við hliðina á mér,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um dularfulla tölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði á vegum Alþingis við Austurvöll. Birgitta segir engn hafa sagt þingmönnum Hreyfingarinnar frá tölvunni né hafi formaður eða þingmenn Vinstri grænna verið látnir vita. 20. janúar 2011 10:53 Njósnatölva fannst á þingi - hafa Wikileaks grunaða Dularfull tölva fannst í húsnæði á vegum Alþingis í febrúar á síðasta ári sem grunur leikur á að hafi haft þann tilgang að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. Morgunblaðið greinir frá því að starfsmenn Alþingis hafi kallað lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti. 20. janúar 2011 08:39 Bjarni vissi ekkert um tölvuna í Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það rangt að hann hafi vitað af tölvu í húsakynnum Alþingis. Tölvan fannst í febrúar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að grunur leiki á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst. 20. janúar 2011 12:09 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
„Ekkert virðist benda til þess að nokkur hafi komist í gögn þingmanna," sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, á þingfundi þar sem hún gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn á því að dularfull tölva fannst í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem skrifstofur Hreyfingarinnar og Sjálfstæðisflokks eru til húsa. Tölvan var hálf falin og tengd tölvukerfi Alþingis, en sú tölva sem fyrir var á skrifstofunni hafði verið tekin úr samandi við tölvukerfið. Umrætt herbergi var til afnota fyrir þingmenn Sjálfstæðisflokks og varaþingmenn Hreyfingarinnar. „Hún virtist í þeim ham sem notaður er til að fylgjast með tölvuneti þingsins," sagði Ásta. Aðstæður voru ljósmyndaðar og slökkt á tölvunni. Lögregla hóf rannsókn á málinu en eftir að engar vísbendingar höfðu komið fram að viku liðinni var rannsókn lokað, án niðurstöðu. Mat lögreglu var þó að þarna hefði verið fagmaður að verki sem hefði afmáð allt sem hefði gert lögreglu kleift að hafa uppi á þeim sem að þessu stóð. Ásta sagði að þar sem um lögreglurannsókn var að ræða hefði ekki þótt við hæfi að ræða um málið við aðra þingmenn, aðra en forsætisráðherra sem hún segist hafa upplýst eftir aðstæðum. Einnig komu fram eindregin tilmæli frá tölvudeild Alþingis um að málið yrði ekki gert opinbert af öryggisástæðun. Nú hafa þó verið gerðar ráðstafanir sem eiga að koma í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur. Eftir að rannsókn lauk án þess að upp hafi komist hver var að verki segir Ásta að ákveðið hafi verið að láta málið liggja til að ekki kæmu upp vangaveltur og tortryggni sem ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Í framhaldi af þessu máli hafi verið gerður skurkur í öryggismálum Alþingis.
Tengdar fréttir Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vissu af tölvunni „Mér finnst skrýtið að mér hafi ekki verið sagt frá þessu, enda fannst tölvan í herberginu við hliðina á mér,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um dularfulla tölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði á vegum Alþingis við Austurvöll. Birgitta segir engn hafa sagt þingmönnum Hreyfingarinnar frá tölvunni né hafi formaður eða þingmenn Vinstri grænna verið látnir vita. 20. janúar 2011 10:53 Njósnatölva fannst á þingi - hafa Wikileaks grunaða Dularfull tölva fannst í húsnæði á vegum Alþingis í febrúar á síðasta ári sem grunur leikur á að hafi haft þann tilgang að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. Morgunblaðið greinir frá því að starfsmenn Alþingis hafi kallað lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti. 20. janúar 2011 08:39 Bjarni vissi ekkert um tölvuna í Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það rangt að hann hafi vitað af tölvu í húsakynnum Alþingis. Tölvan fannst í febrúar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að grunur leiki á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst. 20. janúar 2011 12:09 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur vissu af tölvunni „Mér finnst skrýtið að mér hafi ekki verið sagt frá þessu, enda fannst tölvan í herberginu við hliðina á mér,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um dularfulla tölvu sem fannst í skrifstofuhúsnæði á vegum Alþingis við Austurvöll. Birgitta segir engn hafa sagt þingmönnum Hreyfingarinnar frá tölvunni né hafi formaður eða þingmenn Vinstri grænna verið látnir vita. 20. janúar 2011 10:53
Njósnatölva fannst á þingi - hafa Wikileaks grunaða Dularfull tölva fannst í húsnæði á vegum Alþingis í febrúar á síðasta ári sem grunur leikur á að hafi haft þann tilgang að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis. Morgunblaðið greinir frá því að starfsmenn Alþingis hafi kallað lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti. 20. janúar 2011 08:39
Bjarni vissi ekkert um tölvuna í Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir það rangt að hann hafi vitað af tölvu í húsakynnum Alþingis. Tölvan fannst í febrúar á síðasta ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að grunur leiki á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst. 20. janúar 2011 12:09