Góðir útisigrar hjá KR-ingum og Keflvíkingum í körfunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2011 21:38 KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Anton KR og keflavík unnu góða útisigra í Iceland Express deild karla í kvöld. Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ og KR-ingar unnu 32 stiga sigur á Haukum á Ásvöllum. Liðin eru áfram í 3. og 4. sæti en eru til alls líkleg eftir frábæra byrjun á árinu 2011.Magnús Þór Gunnarsson var í stuði í 10 stiga sigri Keflavíkur, 102-92, á Stjörnunni í Garðabæ. Stjarnan var 26-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en þá var komið að þætti Magnúsar sem skoraði 26 stig í síðustu þremur leikhlutunum. Keflvíkingar voru einu stigi yfir í hálfleik, 42-41, en unnu þriðja leikhlutann 32-20 og voru því 73-61 yfir fyirr lokaleikhlutann. Stjörnumenn náðu að minnka muninn í lokin en Keflvíkingar héldu út og tryggðu sér sigurinn. Thomas Sanders var stigahæstur Keflvíkinga með 32 stig, Magnús var með 26 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jovan Zdravevski skoraði 24 stig fyrir Garðbæinga en hann var kominn með 21 stig í hálfleik. Eistinn Renato Lindmets skoraði 23 stig og Justin Shouse var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Keflvíkingar hafa þar með byrjað nýja árið á því að vinna ÍR, Snæfell og Stjörnunna með samtals 57 stigum og eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Þeir leyfðu sér að hvíla Lasar Trifunovic sem er stigahæsti leikmaðurinn deildarinnar en hefur ekkert spilað í þessum þremur leikjum.KR-ingar byrja nýja árið af miklum krafti en liðið vann sannfærandi 32 stiga sigur á Haukum, 106-74, í kvöld og hefur því unnið alla fjóra leiki ársins 2011 í deild (3) og bikar (1). Marcus Walker átti stórleik hjá KR og skorðai 35 stig þar af 15 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Pavel Ermolinskij var með 12 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Semaj Inge skoraði 22 stig fyrr Hauka. KR-ingar gerðu út um leikinn með frábærum öðrum leikhluta sem þeir unnu 37-8 og voru því með 32 stiga forskot í hálfleik, 59-27. Eftir það var nánast formsatriði að spila seinni hálfleikinn. Stjarnan-Keflavík 92-102 (41-42) Stig Stjörnunar: Jovan Zdravevski 24/6 fráköst, Renato Lindmets 23/9 fráköst, Justin Shouse 22/5 fráköst/12 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 9/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 5/7 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 32/4 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/9 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 8/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 3/4 fráköst, Gunnar Einarsson 3/5 stoðsendingar, Gunnar H. Stefánsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2.Grindavík-Tindastóll 77-66 (44-35)Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 26/11 fráköst/5 stoðsendingar, Guðlaugur Eyjólfsson 15/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13/4 fráköst, Ryan Pettinella 8/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/6 fráköst, Ármann Vilbergsson 3.Stig Tindastólls: Hayward Fain 20/9 fráköst/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 18/6 fráköst, Dragoljub Kitanovic 15, Sean Kingsley Cunningham 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 4, Friðrik Hreinsson 3. Haukar-KR 74-106 (27-59)Stig Hauka: Semaj Inge 22/5 fráköst, Örn Sigurðarson 13/5 fráköst, Haukur Óskarsson 10, Davíð Páll Hermannsson 8, Gerald Robinson 7/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/5 fráköst, Emil Barja 4/4 fráköst/6 stoðsendingar, Óskar Ingi Magnússon 2, Sævar Ingi Haraldsson 2.Stig KR: Marcus Walker 35, Pavel Ermolinskij 12/8 fráköst/8 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 10, Hreggviður Magnússon 10, Finnur Atli Magnússon 8, Ólafur Már Ægisson 8, Fannar Ólafsson 6/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Páll Fannar Helgason 5, Martin Hermannsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
KR og keflavík unnu góða útisigra í Iceland Express deild karla í kvöld. Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ og KR-ingar unnu 32 stiga sigur á Haukum á Ásvöllum. Liðin eru áfram í 3. og 4. sæti en eru til alls líkleg eftir frábæra byrjun á árinu 2011.Magnús Þór Gunnarsson var í stuði í 10 stiga sigri Keflavíkur, 102-92, á Stjörnunni í Garðabæ. Stjarnan var 26-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en þá var komið að þætti Magnúsar sem skoraði 26 stig í síðustu þremur leikhlutunum. Keflvíkingar voru einu stigi yfir í hálfleik, 42-41, en unnu þriðja leikhlutann 32-20 og voru því 73-61 yfir fyirr lokaleikhlutann. Stjörnumenn náðu að minnka muninn í lokin en Keflvíkingar héldu út og tryggðu sér sigurinn. Thomas Sanders var stigahæstur Keflvíkinga með 32 stig, Magnús var með 26 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jovan Zdravevski skoraði 24 stig fyrir Garðbæinga en hann var kominn með 21 stig í hálfleik. Eistinn Renato Lindmets skoraði 23 stig og Justin Shouse var með 22 stig og 12 stoðsendingar. Keflvíkingar hafa þar með byrjað nýja árið á því að vinna ÍR, Snæfell og Stjörnunna með samtals 57 stigum og eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Þeir leyfðu sér að hvíla Lasar Trifunovic sem er stigahæsti leikmaðurinn deildarinnar en hefur ekkert spilað í þessum þremur leikjum.KR-ingar byrja nýja árið af miklum krafti en liðið vann sannfærandi 32 stiga sigur á Haukum, 106-74, í kvöld og hefur því unnið alla fjóra leiki ársins 2011 í deild (3) og bikar (1). Marcus Walker átti stórleik hjá KR og skorðai 35 stig þar af 15 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Pavel Ermolinskij var með 12 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Semaj Inge skoraði 22 stig fyrr Hauka. KR-ingar gerðu út um leikinn með frábærum öðrum leikhluta sem þeir unnu 37-8 og voru því með 32 stiga forskot í hálfleik, 59-27. Eftir það var nánast formsatriði að spila seinni hálfleikinn. Stjarnan-Keflavík 92-102 (41-42) Stig Stjörnunar: Jovan Zdravevski 24/6 fráköst, Renato Lindmets 23/9 fráköst, Justin Shouse 22/5 fráköst/12 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 9/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 5/7 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 32/4 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/9 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 8/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 3/4 fráköst, Gunnar Einarsson 3/5 stoðsendingar, Gunnar H. Stefánsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2.Grindavík-Tindastóll 77-66 (44-35)Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 26/11 fráköst/5 stoðsendingar, Guðlaugur Eyjólfsson 15/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13/4 fráköst, Ryan Pettinella 8/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/6 fráköst, Ármann Vilbergsson 3.Stig Tindastólls: Hayward Fain 20/9 fráköst/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 18/6 fráköst, Dragoljub Kitanovic 15, Sean Kingsley Cunningham 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 4, Friðrik Hreinsson 3. Haukar-KR 74-106 (27-59)Stig Hauka: Semaj Inge 22/5 fráköst, Örn Sigurðarson 13/5 fráköst, Haukur Óskarsson 10, Davíð Páll Hermannsson 8, Gerald Robinson 7/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/5 fráköst, Emil Barja 4/4 fráköst/6 stoðsendingar, Óskar Ingi Magnússon 2, Sævar Ingi Haraldsson 2.Stig KR: Marcus Walker 35, Pavel Ermolinskij 12/8 fráköst/8 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 10, Hreggviður Magnússon 10, Finnur Atli Magnússon 8, Ólafur Már Ægisson 8, Fannar Ólafsson 6/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Páll Fannar Helgason 5, Martin Hermannsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira