Erlent

Bíræfnir smokkaþjófar handteknir í Malasíu

Smokkar.
Smokkar.
Lögreglan í Malasíu tilkynnti í dag að hún hefði handtekið þrjá bíræfna smokkaþjófa sem eru grunaðir um að hafa stolið 725 þúsund smokkum í Japan.

Mennirnir smygluðu smokkunum til Malasíu og eru grunaðir um að hafa ætla að hagnast á sölu þeirra þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður smokkaverksmiðju í Japan, sem stolið var frá, er grunaður um að hafa haft hönd í bagga.

Andvirði smokkanna eru ein og hálf milljón dala, því var eftir allnokkrum verðmætum að slægjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×