Erlent

Aftur réttað yfir Sjakalanum

Hollywood hefur meðal annars kvikmyndað sögu Sjakalans. Báðar kvikmyndirnar eru þó fjarri sannleikanum.
Hollywood hefur meðal annars kvikmyndað sögu Sjakalans. Báðar kvikmyndirnar eru þó fjarri sannleikanum.
Búið er að dagsetja réttarhöld yfir suður-ameríska hryðjuverkamanninum Ramirez Sanches, sem er heimsfrægur undir nafninum Sjakalinn Carlos. Hann afplánar nú lífstíðardóm fyrir að hafa myrt tvo franska leyniþjónustmenn og uppljóstrara á áttunda áratugnum.

Nú verður réttað yfir honum fyrir að hafa staðið á bak við fjórar sprengjuárásir í París á áttunda áratugnum. Fjórir létust í tilræðunum. Réttarhöldin fara fram í nóvember á þessu ári. Carlos er einhver frægasti hryðjuverkamaður síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×