Innlent

Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar

Enn hefur ekkert spurst til Matthíasar Þórarinssonar, sem hefur verið týndur frá því fyrir jól. Björgunarsveitarmenn leituðu að honum um þarsíðustu helgi en lögregla segir ekkert hafa verið ákveðið með frekari leit.

Ástæða þess er sú að engar vísbendingar hafa borist um hvar eigi að beina kröftum björgunarsveitanna. Að sögn lögeglu barst þó ein vísbending um síðustu helgi þegar göngumaður hafði samband og taldi sig hafa séð til manns í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Maðurinn sá hann þó aðeins í fjarska og því ógerlegt að slá því föstu að þar hafi Matthías verið á ferðinni.

Lögregla hefur skoðað myndir úr eftirlitsmyndavélum úr Fjarðarkaupum þann tíunda desember og frá Selfossi 17. desember sem gætu sýnt Matthías. Ekki hefur þó tekist að staðfesta að hann sjáist á myndunum.

Þá hefur farið fram ítarleg rannsókn á bíl sem hann hafði til umráða og fannst brunninn til kaldra kola. Gengið hefur verið úr skugga um að enginn hafi verið í bílnum þegar hann brann.






Tengdar fréttir

Móðir Matthíasar: „Mig dreymir hann á nóttunni“

„Auðvitað hef ég áhyggjur af honum. Mig dreymir hann á nóttunni. Núna síðast fannst mér hann kominn í eitthvað hús með fullt af listafólki sem var að stúdera Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Húsið hét Ásmundur. Matti hafði þá bara gleymt sér þar og gleymt að láta mig vita hvar hann var," segir Þórgunnur Jónsdóttir, móðir Matthíasar Þórarinssonar sem hefur verið týndur síðan fyrir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×