Innlent

Heldur fyrirlestur um verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dr. Hilmar B. Janusson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar hf. flytur erindi við Háskóla íslands í tilefni aldarafmælis skólans. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Hreyfing mannsins. Frá hreyfihömlun til afreka. Hvernig geta verkfræðilegar lausnir fyrir hreyfihamlaða orðið hreyfingu allra til framdráttar?" Erindið er hluti af röð hátíðarfyrirlestra rektors á afmælisárinu. Hilmar B. Janusson hefur verið í fararbroddi hönnunar- og þróunarteymis Össurar frá 1992, segir í tilkynningu frá HÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×