Innlent

Breiðavíkursamtökin verða Samtök vistheimilabarna

Erna Agnarsdóttir er formaður samtakanna.
Erna Agnarsdóttir er formaður samtakanna.
Breiðavíkursamtökin hafa breytt um nafn og heita nú Samtök vistheimilabarna. Þetta var samþykkt á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í gær. Nafnabreytingin er hugsuð sem liður í frekari útvíkkun samtakanna, en reynslan þykir hafa sýnt að það hefur hamlað vexti samtakanna að kenna þau við eitt vistheimilanna umfram önnur.

„2008 var sú lagabreyting samþykkt að samtökin yrðu „regnbogasamtök" fyrrum vistbarna allra vistheimila á vegum hins opinbera og stuðnings- og áhugamanna um málefnið. Í sérstakri kosningu um nokkur nöfn hlaut nafnið „Samtök vistheimilabarna" kosningu í fyrstu umferð," segir í tilkynningu frá samtökunum.

Í stjórn samtakanna voru kjörin: Erna Agnarsdóttir, formaður og meðstjórnendurnir Unnur Millý Georgsdóttir, Þór Saari, Esther Erludóttir og Marinó Hafnfjörð Þórisson.

Í varastjórn voru kjörin Sigurveig Eysteinsdóttir og Georg Viðar Björnsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×