Fordæma Þorstein fyrir að sýna Ólínu óvirðingu Valur Grettisson skrifar 3. febrúar 2011 13:43 Ólína Þorvarðardóttir. Sameiginlegur fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, samþykkti í gærkvöldi að fordæma Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, fyrir að sýna Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, óvirðingu á fundi um sjávarútvegsmál á Akureyri á þriðjudagskvöldinu. Að sögn Elfar Logadóttur, formanns Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, þá fóru fram umræður um málið í gærkvöldi og í lok fundarins var samþykt að fordæma framgöngu Þorsteins sem sendi frá sér harðorða ályktun í dag þar sem hann svaraði Sigmundi Erni Rúnarssyni fyrir villandi ranga lýsingu af fundinum. Sigmundur gagnrýndi Þorstein á bloggi sínu í gær og skrifaði: „Líklega fór Mái einni glæru of langt í fúkyrðaflaumi sínum um andstæðinga kvótakerfisins; sýndi mynd af Ólínu Þorvarðardóttur við hlið ísbjarnargildru og sagði ekkert mark takandi á svona fólki sem kallaði til björgunarsveitir þegar það teldi sig hafa séð þann hvíta … !" Flokksystur Sigmundar þykja framganga Þorsteins fordæmisverð og segir Elfur að ástæðan sé meðal annars sú að Þorsteinn hafi verið að gjaldfella málflutning Ólínu með því að vísa til þess, að hans mati, að hún hafi gert rangt á einhverjum tímapunkti. „Svo spyr hann hvort það sé mark takandi á konum sem tala svona," segir Elfur sem þykir framganga Þorsteins ómálefnaleg. Fundur Kvennahreyfingarinnar í gær er hluti af stærri fundarröð með það að markmiði að Samfylkingarkonur hittist og ræði stöðu kvenna í stjórnmálum. Næsti fundur verður haldinn á Ísafirði næstu helgi. Tengdar fréttir Útgerðarkóngur í hart við Sigmund Erni Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, svarar Sigmundi Erni Rúnarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, harðlega í yfirlýsingu sem hann birtir á vef Samherja. 3. febrúar 2011 12:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sameiginlegur fundur Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, samþykkti í gærkvöldi að fordæma Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, fyrir að sýna Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, óvirðingu á fundi um sjávarútvegsmál á Akureyri á þriðjudagskvöldinu. Að sögn Elfar Logadóttur, formanns Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, þá fóru fram umræður um málið í gærkvöldi og í lok fundarins var samþykt að fordæma framgöngu Þorsteins sem sendi frá sér harðorða ályktun í dag þar sem hann svaraði Sigmundi Erni Rúnarssyni fyrir villandi ranga lýsingu af fundinum. Sigmundur gagnrýndi Þorstein á bloggi sínu í gær og skrifaði: „Líklega fór Mái einni glæru of langt í fúkyrðaflaumi sínum um andstæðinga kvótakerfisins; sýndi mynd af Ólínu Þorvarðardóttur við hlið ísbjarnargildru og sagði ekkert mark takandi á svona fólki sem kallaði til björgunarsveitir þegar það teldi sig hafa séð þann hvíta … !" Flokksystur Sigmundar þykja framganga Þorsteins fordæmisverð og segir Elfur að ástæðan sé meðal annars sú að Þorsteinn hafi verið að gjaldfella málflutning Ólínu með því að vísa til þess, að hans mati, að hún hafi gert rangt á einhverjum tímapunkti. „Svo spyr hann hvort það sé mark takandi á konum sem tala svona," segir Elfur sem þykir framganga Þorsteins ómálefnaleg. Fundur Kvennahreyfingarinnar í gær er hluti af stærri fundarröð með það að markmiði að Samfylkingarkonur hittist og ræði stöðu kvenna í stjórnmálum. Næsti fundur verður haldinn á Ísafirði næstu helgi.
Tengdar fréttir Útgerðarkóngur í hart við Sigmund Erni Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, svarar Sigmundi Erni Rúnarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, harðlega í yfirlýsingu sem hann birtir á vef Samherja. 3. febrúar 2011 12:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Útgerðarkóngur í hart við Sigmund Erni Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, svarar Sigmundi Erni Rúnarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, harðlega í yfirlýsingu sem hann birtir á vef Samherja. 3. febrúar 2011 12:58