Erlent

Repúblikanar vestan hafs í leiðtogavandræðum

Forsetakosningar verða í Bandaríkjunum á næsta ári og það vekur athygli að Repúblikanar hafa enn ekki sterkt forsetaefni í sínum röðum.

Bloomberg fréttaveitan fjallar um málið og segir að enginn Richard Nixon, Ronald Reagan eða jafnvel Bob Doyle sé til staðar.

Valið virðist standa á milli þess sem kalla má gamlar lummur eins og Mitt Romney og Mike Huckaby eða persónuleika á borð við Söru Palin fyrrum varaforsetaframbjóðenda flokksins sem allir hafa sterkar skoðanir á bæði til hægri og vinstri.

Þetta hefur leitt til þess að forsvarsmenn flokksins eru farnir að líta á þá sem segjast ekki ætla að vera með í slagnum. Þetta eru menn eins og Jeff Bush ríkisstjóri í Flórída og bróðir fyrrum forseta og Chris Christie ríkisstjóra New Jersey en sá hefur aðeins verið í því embætti í eitt ár.

Fari svo að enginn vinsæll leiðtogi stígi fram gæti kosningabaráttan sjálf orðið létt fyrir Barack Obama sitjandi forseta þar sem allir vonbiðlarnir úr andstöðunni hafi eytt orkunni sinni í að sigra hvorn annan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×