Innlent

Þúsund börn heimsótt 365 miðla

Nemendur sem koma í skólaheimsókn til 365 miðla fá oftast að bregða sér bæði í gervi fréttaþula og veðurfréttamanna og -kvenna.
Nemendur sem koma í skólaheimsókn til 365 miðla fá oftast að bregða sér bæði í gervi fréttaþula og veðurfréttamanna og -kvenna.
Meira en eitt þúsund tólf ára börn hafa heimsótt 365 miðla með bekknum sínum síðan í október.

Í gegnum tíðina hefur fjöldi beiðna borist einstökum fjölmiðlum innan 365 miðla um heimsóknir skólabarna. Á síðasta ári var ákveðið að koma þessum heimsóknum í fastan farveg. Í lok ágúst var sent bréf til allra grunnskóla í landinu og nemendum 7. bekkjar boðið sérstaklega í heimsókn í vetur. Skemmst er frá því að segja að viðbrögðin voru framar vonum og í haust var nánast fullbókað í heimsóknir alla daga.

Krakkarnir sem heimsækja 365 miðla fræðast almennt um sögu útvarps og sjónvarps á Íslandi og um alla fjölmiðla 365 miðla. Að sögn Einars Skúlasonar sem hefur umsjón með skólaheimsóknunum spyrja krakkarnir mikið og oft fara af stað fjörugar umræður um einstaka fjölmiðla.

Eftir umræður er yfirleitt farið í vettvangsskoðun í myndver fréttastofu Stöðvar 2. Þar fá flestir hópar að prófa að setja sig í spor fréttaþular og lesa fréttir af textaskjá. Yfirleitt gefst krökkunum einnig kostur á að vera í hlutverki veðurfréttamanns.

Enn er hægt að bóka skólaheimsóknir hjá 365 miðlum á vormisseri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×