Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitir munu væntanlega hafa mikið að gera ef veðrið heldur áfram að versna. Mynd/ Valli.
Björgunarsveitir munu væntanlega hafa mikið að gera ef veðrið heldur áfram að versna. Mynd/ Valli.
Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í verkefni á Reyðarfirði, á Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum í kvöld vegna veðurs. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg hvers eðlis verkefni björgunarsveitirnar fengust við, nema á Reyðarfirði en þar losnaði þak.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi SL segir að björgunarsveitir á Suðurnesjum og í Sandgerði séu komnar í viðbragðsstöðu ef eitthvað skyldi fjúka þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×