Innlent

Vilja meiri samskipti við foreldra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fulltrúar VG og Sjálfstæðisflokksins gagnrýna samskiptaleysi
Fulltrúar VG og Sjálfstæðisflokksins gagnrýna samskiptaleysi
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óska upplýsinga um aðkomu fulltrúa foreldra að hagræðingarvinnu í tilefni af samþykkt Samfok sem kynnt hefur verið opinberlega.

Í bókun sem borgarráðsfulltrúarnir lögðu fram á fundi borgarráðs í dag segja þeir að samkvæmt upplýsingum frá þessum heildarsamtökum foreldra hafi aðkomu foreldra eða fulltrúa þeirra verið lítil sem engin og því sé jafnvel haldið fram að upplýsingum sé markvisst haldið frá þeim og allt samráð um áherslur í skólastarfi sé í raun ekkert annað en ,,sýndarsamráð".

Í bókuninni segjast borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna gagnrýna slík vinnubrögð harðlega og óska skriflegra upplýsinga um hvort borgarstjóra eða formanni menntaráðs hafi verið kunnugt um þessi vinnubrögð; hvort það sem fulltrúar SAMFOK kalli „leyniplagg" hafi verið borið undir þau og hver hafi formlega haft umsjón með þessu verklagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×