Innlent

Ók fullur gegn einstefnu

Mynd/GVA
Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Sá fyrri, karl um fimmtugt, var stöðvaður í Hafnarfirði síðdegis í gær en hinn, karl á fertugsaldri, var stöðvaður í miðborginni í nótt þar sem hann ók gegn einstefnu.

Tveir til viðbótar fyrir svo teknir í borginni fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna, að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Karl á fertugsaldri var stöðvaður fyrir þessir sakir á Vesturlandsvegi um miðjan dag í gær og í nótt var kona um tvítugt tekin fyrir sömu sakir í Breiðholti. Með henni í bíl voru þrír farþegar en kona hafði þegar verið svipt ökuleyfi.

Að auki stöðvaði lögreglan einnig för tveggja ökumanna í Reykjavík sem höfðu líka þegar verið sviptir ökuleyfi. Um var að ræða tvo karla, annar er á þrítugsaldri en hinn á sextugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×