Innlent

Yfirvinnubann hjá flugumferðarstjórum

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur samþykkt yfirvinnubann sem og þjálfunarbann. Yfirgnæfandi meirihluti var fylgjandi þessum aðgerðum eða um 90%. Yfirvinnubannið hefst 14. febrúar og stendur ótímabundið eða þar til nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður.

Fjallað er um málið á vefsíðu BSRB. Þar segir að yfirvinnubannið verði sem hér segir:

kl. 20:00 - 24:00 mánudaga - föstudaga

kl. 00:00 - 07:00 mánudaga - föstudaga

kl. 00:00 - 24:00 laugard., sunnud. og sérstaka frídaga

Þjálfunarbannið tekur til nemaþjálfunar samkvæmt kjarasamnings FÍF og SA/Flugstoða/fjármálaráðherra, dags. 27. júní 2008. Það hefst 21. febrúar 2011 og standi ótímabundið eða þar til að nýr kjarasamningur hefur verið samþykktur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×